Hljóp inn á til að húðskamma Carrasco og lét dómara leiksins fá það óþvegið í leikslok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 10:31 Diego Simeone er engum líkur. Rico Brouwer/Getty Images Diego Simeone, þjálfari Spánarmeistara Atlético Madríd, verður seint talinn rólegur í skapinu. Hann missti stjórn á skapi sínu er lið hans tapaði 2-1 gegn Feyenoord frá Hollandi um helgina. Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira