Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 07:12 Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með. epa/Alex Plavevski Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota. Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota.
Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent