Yfir fjögur hundruð smituðust í tengslum við Ólympíuleikana í Tókyó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 12:01 Vel var staðið að sóttvörnum í kringum Ólympíuleikana í Tókýó. EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA Alls komu upp 430 kórónuveirusmit í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó en þeim lauk nú um liðna helgi. Sóttvarnir í Ólympíuþorpinu virðast þó hafa skilað tilætluðum árangri þar sem aðeins 26 keppendur greindust með veiruna. Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira