Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 17:32 Nökkvi Fjalar segir það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna heilsu sinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. Þessir hlutir eru meðal þess sem athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason hefur nefnt sem atriði sem hann telur hjálpa sér að viðhalda góðu líferni og verjast smiti og veikindum. Nökkvi birti á dögunum færslu á Facebook þar sem þetta kom fram, í kjölfar harðrar gagnrýni sem hann fékk á sig fyrir að hafa ekki látið bólusetja sig við kórónuveirunni. Dæmi um að hraustustu menn hafi dáið „Ég er nokkuð viss um að hann hefur enga trú á þessu sjálfur,“ sagði Kári í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem hann ræddi stöðu faraldursins hér á landi. „Mjög hraustur ungur maður er með tiltölulega litlar líkur á því að verða illa lasinn ef hann smitast, en þó eru þess dæmi að mjög hraustir, ungir menn, menn í alveg toppformi, hafa látist af þessari pest,“ sagði Kári. Hann kvaðst vona að Nökkvi slyppi við veikindi, smitaðist hann af veirunni, og sagðist þykja vænt um hann. „Mér finnst hann tala dálítið ógætilega þegar kemur að þessu máli.“ Ungur aldur og sterkt ónæmiskerfi mun áhrifaríkara Í færslunni segist Nökkvi hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann greindi frá því á Instagram að hann hafi ákveðið að „kýla ekki á bólusetningu“ í þetta skiptið. Sagðist hann hafa lesið sér til um málið og hann teldi það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna ávallt heilsu sinni. Sjá einnig: Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Aðspurður sagðist Kári ekki telja að dagbókarskrifin, og önnur atriði sem Nökkvi nefnir í færslu sinni, muni hjálpa til við að verjast smiti eða veikindum. „Ég er voða hræddur um að meira að segja öll þessi líkamsrækt, öll þessi böð og tærar, fínar, flottar hugsanir, að þær komi ekki til með að bjarga honum ef hann smitast. Það sem gæti bjargað honum er að hann er mjög ungur, með kraftmikið ónæmiskerfi,“ sagði Kári. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pallborðið Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Þessir hlutir eru meðal þess sem athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason hefur nefnt sem atriði sem hann telur hjálpa sér að viðhalda góðu líferni og verjast smiti og veikindum. Nökkvi birti á dögunum færslu á Facebook þar sem þetta kom fram, í kjölfar harðrar gagnrýni sem hann fékk á sig fyrir að hafa ekki látið bólusetja sig við kórónuveirunni. Dæmi um að hraustustu menn hafi dáið „Ég er nokkuð viss um að hann hefur enga trú á þessu sjálfur,“ sagði Kári í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem hann ræddi stöðu faraldursins hér á landi. „Mjög hraustur ungur maður er með tiltölulega litlar líkur á því að verða illa lasinn ef hann smitast, en þó eru þess dæmi að mjög hraustir, ungir menn, menn í alveg toppformi, hafa látist af þessari pest,“ sagði Kári. Hann kvaðst vona að Nökkvi slyppi við veikindi, smitaðist hann af veirunni, og sagðist þykja vænt um hann. „Mér finnst hann tala dálítið ógætilega þegar kemur að þessu máli.“ Ungur aldur og sterkt ónæmiskerfi mun áhrifaríkara Í færslunni segist Nökkvi hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann greindi frá því á Instagram að hann hafi ákveðið að „kýla ekki á bólusetningu“ í þetta skiptið. Sagðist hann hafa lesið sér til um málið og hann teldi það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna ávallt heilsu sinni. Sjá einnig: Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Aðspurður sagðist Kári ekki telja að dagbókarskrifin, og önnur atriði sem Nökkvi nefnir í færslu sinni, muni hjálpa til við að verjast smiti eða veikindum. „Ég er voða hræddur um að meira að segja öll þessi líkamsrækt, öll þessi böð og tærar, fínar, flottar hugsanir, að þær komi ekki til með að bjarga honum ef hann smitast. Það sem gæti bjargað honum er að hann er mjög ungur, með kraftmikið ónæmiskerfi,“ sagði Kári.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pallborðið Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning