Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 23:01 Saquon Barkley (t.h.) er að snúa aftur til æfinga. vísir/getty Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar. Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Sjá meira
Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Sjá meira