Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 23:00 Tinna Hallgrímsdóttir er formaður Ungra Umhverfissinna. Stöð 2 Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við. Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við.
Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent