Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 08:36 Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar að loknum ríkisstjórnar- og vinnufundi á Suðurnesjum. Forsætisráðherra reiknar með að þar verði greint frá hvað taki við af sóttvarnaráðstöfunum sem renna úr gildi á föstudag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira