Tvö samfélög Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:35 Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun