Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:04 Arnar Hallsson hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir leikinn í kvöld. Afturelding Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. „Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“ Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11