Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:04 Arnar Hallsson hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir leikinn í kvöld. Afturelding Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. „Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“ Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11