Blikar fengu á sig tvö mörk í byrjun leiks en tókst að jafna fyrir hálfleik. Skotarnir tryggðu sér sigurinn með marki snemma í seinni hálfleiknum en eftir leik talaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um að skoska liðið hafði komið sé á óvart með því að vera svona lélegt.
Það breytti ekki því að Blikar eru einu marki undir og þurfa nú að vinna það upp á erfiðum útivelli.
Það er nóg að gera hjá Blikunum enda voru þeir að spila við Stjörnuna í Pepsi Max deildinni á mánudagskvöldið.
Flugið til Skotlands var hins vegar með þægilegra móti því Blikarnir tóku flugvél á leigu og flugu í sérmerktri einkaflugvél til Skotlands.
Flugvélin heitir Auður djúpúðga og er Bombardier DHC-8-400 leiguflugvél frá Icelandair.
Flugvélin var líka með Blikamerkið á hliðinni og því var enginn vafi á því hverjir væru þar á ferð.
Allur hópurinn tók mynd af sér fyrir utan vélina eins og sjá má hér fyrir ofan.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18.35 en flautað er til leiks klukkan 18.45.
Let's go lads pic.twitter.com/7F7NX5Sm7M
— Blikar.is (@blikar_is) August 10, 2021