Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 13:42 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/baldur Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53