Íslenski boltinn

HK skoraði sjö og komst í 8-liða úrslitin

Valur Páll Eiríksson skrifar
HK-ingar höfðu mikla ástæðu til að fagna í kvöld.
HK-ingar höfðu mikla ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

HK vann 7-1 heimasigur á KFS frá Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Liðið verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit keppninnar á morgun.

Það tók HK aðeins 18 sekúndur að ná forystunni þegar Jón Arnar Barðdal kom liðinu yfir. Örvar Eggertsson tvöfaldaði svo forskot Kópavogsliðsins stundarfjórðungi síðar. Á 27. mínútu minnkaði Víðir Þorvarðarson muninn fyrir gestina en það tók HK skamman tíma að tvöfalda forskot sitt á ný.

Jón Arnar skoraði sitt annað mark til að breyta stöðunni í 3-1 á 30. mínútu og Ásgeir Marteinsson skoraði tvö mörk fyrir leikhléið, þar á meðal annað beint úr aukaspyrnu, til að veita HK 5-1 forystu í hléi.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Bjarni Páll Linnet Runólfsson sjötta mark HK og þá skoraði Ívar Örn Jónsson annað aukaspyrnumark HK-manna í leiknum fimm mínútum fyrir leikslok til að innsigla 7-1 sigur liðsins.

HK er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins og verður í pottinum þegar dregið verður í þau á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×