Enski boltinn

Miðju­maðurinn efni­legi ekki með Liver­pool um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Curtis Jones missir af fyrsta leik Liverpool á tímabilinu.
Curtis Jones missir af fyrsta leik Liverpool á tímabilinu. EPA-EFE/Peter Powell

Curtis Jones verður ekki í leikmannahóp Liverpool er enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina. Hann fékk höfuðhögg í leik á dögunum og þarf því að hvíla næstu daga.

Hinn tvítugi Jones kom töluvert við sögu hjá Liverpool og var með betri leikmönnum liðsins framan af tímabili. Alls skoraði hann fjögur mörk og lagði fimm til viðbótar í þeim 34 leikjum sem hann spilaði.

Talið var að Jones myndi fá aukna ábyrgð hjá Jürgen Klopp í vetur eftir brotthvarf Gini Wijnaldum. Nú er hins vegar ljóst að Jones verður ekki í leikmannahóp liðsins er Liverpool heimsækir nýliða Norwich City.

Ástæðan er sú að Jones fékk heilahristing gegn Osasuna á dögunum og má þar af leiðandi ekki spila gegn Norwich.

Miðjumaðurinn ungi verður því fjarri góðu gamni er Liverpool hefur tímabilið. Sama má segja um Andy Robertson sem meiddist á ökkla á dögunum. Aðrir leikmenn liðsins ættu að vera klárir í slaginn, þar á meðal miðvörðurinn Virgil van Dijk.

Curtis Jones í leik gegn Leicester City.EPA-EFE/Carl Recine

Tengdar fréttir

„Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson

Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×