Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 09:00 Bátar og þyrlur leita að flaki þyrlunnar sem fórst í Kurile-vatni á Kamtjatkaskaga í dag. Vatnið situr í gömlum eldfjallagíg og er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vísir/EPA Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47