Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:33 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði dæmi um að fólk kæmi beint „af götunni“ inn á gjörgæslu. Lögreglan Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Páll sagði 1.293 á göngudeild Covid, þar af væru 45 gulir og nokkuð veikir. Hann sagði afar mikilvægt að fólk færi í skimun við minnstu einkenni en það væri tíðara nú en áður að fólk kæmi veikt „beint inn af götunni“, það er að segja færi ekki í skimun eða leitaði aðstoðar fyrr en það væri orðið mjög veikt. Þetta fólk væri virkt í samfélaginu þar til það legðist inn. Af níu í þessum hóp hefðu þrír verið lagðir beint inn á gjörgæslu. Páll ræddi um álagið á spítalanum og sagði auðsýnt að þar sem nýting á bráðarúmum væri jafnan 95 til 105 prósent þyrfti að gera ráðstafanir þegar faraldur væri í samfélaginu. Umönnum Covid-sjúklinga væri flókin og þá gæti ekki hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er sinnt störfum á gjörgæslu. Þess vegna hefði þurft að kalla þreytt fólk úr sumarfríi og biðja aðra um að bæta á sig vinnu. Páll sagði að verið væri að forgangsraða bráðum vandamálin en stjórnendur spítalans óttuðust engu að síður að mikilvægar aðgerðir á borð við hjartaþræðingar væru að bíða. Á sama tíma væri samfélagið á fullu og fólk að veikjast og slasast, í meiri mæli en í fyrri bylgjum. Sagði hann spítalann stóran og sterkan en að hann stæði ekki einn. Allt heilbrigðiskerfið þyrfti að vinna saman. Þá þakkaði hann starfsmönnum og stjórnendum spítalans fyrir gott starf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira