Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:47 Líf er farið að færast yfir Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. „Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
„Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent