Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda Erna Bjarnadóttir og Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir skrifa 12. ágúst 2021 12:30 Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun