Leikur á frönsku í nýjum Netflix þáttum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Fransk-íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á morgun. Magali Bragard/Netflix Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári. Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið