Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun