Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun