Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:55 13 eru á gjörgæslu á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. „Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira