Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 23:19 Ekki eru allir íbúar sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðisstjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum
Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira