Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:12 Helga Vala er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31