Íslenski boltinn

Þrír yngstu FH-ingar sögunnar allir inn á í lokin í sigrinum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fagna einu fimm marka sinna í leiknum í gær.
FH-ingar fagna einu fimm marka sinna í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét

William Cole Campbell varð í gær annar yngsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Leikni í Pepsi Max deild karla í fótbolta.

William Cole Campbell kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon á 83. mínútu leiksins.

William Cole er fæddur 20. febrúar 2006 og var því aðeins 15 ára, fimm mánaða og 26 daga þegar hann lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni.

Það er aðeins einn FH-ingur sem hefur verið yngri í fyrsta leik og það er Logi Hrafn Róbertsson. Logi var fjórum mánuðum yngri.

Logi Hrafn var einmitt í byrjunarliði FH-inga í gær og það var líka maðurinn sem hafði skipað annað sæti listans fyrir innkomu Williams Cole í gær, nefnilega Baldur Logi Guðlaugsson.

Baldur Logi var 15 ára, 7 mánaða og 24 daga þegar hann spilaði sinn fyrsta leik á móti Víkingum í september 2017. Baldur Logi setti þá félagsmetið sem Logi Hrafn sló síðan tveimur árum seinna.

William Cole er líka fyrsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild sem fæddist eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitil félagsins kom í hús 19. september árið 2004.

Yngstu FH-ingar í efstu deild karla:

  • 15 ára, 1 mánaða og 27 daga
  • Logi Hrafn Róbertsson á móti ÍBV 18. september 2019
  • 15 ára, 5 mánaða og 2 daga
  • William Cole Campbell á móti Leikni R. 15. ágúst 2021
  • 15 ára, 7 mánaða og 24 daga
  • Baldur Logi Guðlaugsson á móti Víkingi R. 14. september 2017
  • 16 ára, 2 mánaða og 7 daga
  • Teitur Magnússon á móti KR 31. ágúst 2017
  • 16 ára, 3 mánaða og 28 daga
  • Kristján Gauti Emilsson á móti Grindavík 23. ágúst 2009



Fleiri fréttir

Sjá meira


×