Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 11:34 Flugvöllurinn í Kabúl er eina leiðin út úr Afganistan sem talibanar stjórna ekki. Þúsundir manna hafa í örvæntingu reynt að komast um borð í flugvélar, þar á meðal fjölskyldur sem klifruðu yfir veggi og gaddavír til að komast inn á flugvöllinn. Vísir/EPA Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að hann hafi boðað til fundarins í nánu samráði við ráðherrana undanfarna daga og klukkustundir. „Afganistan stendur á krossgötum. Öryggi og velferð borgara þess auk alþjóðlegs öryggis er í húfi,“ tísti Borrell í dag. Talibanar tóku höfuðborgina Kabúl í gær fljótlega eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land. Íslömsku öfgamennirnir hafa náð nær öllum völdum í landinu á innan við viku nú þegar bandarískt og alþjóðlegt herlið ætlar að hverfa þaðan fyrir lok þessa mánaðar. Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Frakkland eru á meðal þeirra ríkja sem hafa flutt borgara sína frá Afganistan undanfarna daga. Þau reyna einnig að koma mörgum afgönskum samverkamönnum sínum úr landi sem talibanar eru líklegir til að hefna sín á. Ringulreið ríkti á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í morgun þegar þúsundir örvæntingarfullra Afgana og erlendra ríkisborgara klifruðu yfir girðingar og reyndu að komst inn í flugvélar á leiðinni þaðan. Myndbönd sýndu meðal annars hundruð manna hlaupa meðfram stórri flutningavél Bandaríkjahers og reyna að hanga utan á henni í flugtaki. Að minnsta kosti fimm eru sagðir hafa látist en ekki hefur verið greint frá því hvernig þeir létust. Fréttir bárust af því að bandarískir hermenn hefðu skotið viðvörunarskotum upp í loftið og dreift gasi til þess að tvístra mannfjöldanum. Chaotic scenes as Afghans attempt to cling to US Air Force plane departing from KabulLatest: https://t.co/eRDvQGay6B pic.twitter.com/moOTTuxoF9— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Crowds of Afghan citizens storm the #Kabul airport in an attempt to board airplanes after the #Taliban takeover of the capital.#Afghanistan https://t.co/2vc7iuFmgj pic.twitter.com/xS4FRPgTZc— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 16, 2021 Koma ekki öllum burt Talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins segir að engar flugvélar komist nú í loftið í Kabúl vegna fólksins sem þusti út á flugbrautirnar. Fjörtíu manna starfslið sendiráðs Þýskalands í borginni var flutt til Doha í Katar í nótt. Fámennur hópur varð eftir til að skipuleggja brottflutning fólks frá Afganistan, að því er segir í frétt Reuters. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði félögum sínum í flokki Kristilegra demókrata í morgun að Þjóðverjar gætu þurft að flytja allt að tíu þúsund manns frá Afganistan, þar á meðal um 2.500 afganska bandamenn, baráttufólk fyrir mannréttindum, lögfræðinga og aðra sem gætu verið í hættu undir stjórn talibana. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, viðurkenndi í morgun að sumir þeirra um 4.000 bresku borgara sem talið er að séu í Afganistan ættu ekki eftir að komast frá landinu. Hann hafði áður sagst fullvissa um að hægt yrði að forða öllum. „Sumt fólk á ekki eftir að komast burt og við verðum að gera okkar besta í þriðju ríkjum til þess að vinna úr máæum þessa fólks,“ sagði Wallace klökkur í útvarpsviðtali í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Defence Secretary Ben Wallace breaks down admitting "some people won't get back" from Afghanistan and "it's sad that the West has done what's it's done." @NickFerrariLBC pic.twitter.com/UKMrUAQlDx— LBC (@LBC) August 16, 2021 Biden situr fastur við sinn keip Það er sagt hafa komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu hversu hratt hersveitir talibana sölsuðu undir sig Afganistan þegar alþjóðlegt herlið dró sig til baka. Talibanar hafa tekið fjölda borga, þar á meðal höfuðborgina, nánast án nokkurrar mótstöðu afganska stjórnarhersins. Bandaríkjaher hafði reiknað með mánuðir gætu liðið áður en talibanar næðu undir sig Kabúl. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti samúð sinni með afgönsku þjóðinni sem er nú í hættu í yfirlýsingu í gærkvöldi. Hann virtist þó hvergi iðrast ákvörðunar sinnar um að draga bandarískt herlið frá landinu eftir tuttugu ára hersetu. „Eitt ár í viðbót eða fimm ár í viðbót, viðvera Bandaríkjahers hefði ekki breytt neinu ef afganski herinn getur ekki eða vill ekki verja eigið land. Og endalaus viðvera Bandaríkjanna í miðju borgarastríði annars lands var ekki ásættanlegt fyrir mig,“ sagði forsetinn. Ákveðið hefur verið að senda sex þúsund manna herlið til þess að tryggja brottflutning bandarískra ríkisborgara og bandamanna Bandaríkjahers í landinu. Biden sagði að Afganar þyrftu nú að ákveða eigin framtíð en að Bandaríkin myndu styrkja þá fjárhagslega og með öðrum hætti, að sögn Washington Post. Breskir hermenn sem voru fluttir burt frá Afganistan í gær. Ringulreið hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl í gær og flugferðir stöðvast.Vísir/EPA Afganistan Evrópusambandið Tengdar fréttir Fimm sagðir látnir á flugvellinum í Kabúl Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir. 16. ágúst 2021 07:42 Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar. 16. ágúst 2021 06:52 Ghani segist hafa yfirgefið Afganistan til að afstýra blóðbaði Ashraf Ghani, forseti Afganistan, staðfestir að hann hafi yfirgefið landið eftir innrás Talíbana í Kabúl. Hann segist hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun en kosið að flýja til að forðast áframhaldandi blóðsúthellingar. 15. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að hann hafi boðað til fundarins í nánu samráði við ráðherrana undanfarna daga og klukkustundir. „Afganistan stendur á krossgötum. Öryggi og velferð borgara þess auk alþjóðlegs öryggis er í húfi,“ tísti Borrell í dag. Talibanar tóku höfuðborgina Kabúl í gær fljótlega eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land. Íslömsku öfgamennirnir hafa náð nær öllum völdum í landinu á innan við viku nú þegar bandarískt og alþjóðlegt herlið ætlar að hverfa þaðan fyrir lok þessa mánaðar. Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Frakkland eru á meðal þeirra ríkja sem hafa flutt borgara sína frá Afganistan undanfarna daga. Þau reyna einnig að koma mörgum afgönskum samverkamönnum sínum úr landi sem talibanar eru líklegir til að hefna sín á. Ringulreið ríkti á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í morgun þegar þúsundir örvæntingarfullra Afgana og erlendra ríkisborgara klifruðu yfir girðingar og reyndu að komst inn í flugvélar á leiðinni þaðan. Myndbönd sýndu meðal annars hundruð manna hlaupa meðfram stórri flutningavél Bandaríkjahers og reyna að hanga utan á henni í flugtaki. Að minnsta kosti fimm eru sagðir hafa látist en ekki hefur verið greint frá því hvernig þeir létust. Fréttir bárust af því að bandarískir hermenn hefðu skotið viðvörunarskotum upp í loftið og dreift gasi til þess að tvístra mannfjöldanum. Chaotic scenes as Afghans attempt to cling to US Air Force plane departing from KabulLatest: https://t.co/eRDvQGay6B pic.twitter.com/moOTTuxoF9— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Crowds of Afghan citizens storm the #Kabul airport in an attempt to board airplanes after the #Taliban takeover of the capital.#Afghanistan https://t.co/2vc7iuFmgj pic.twitter.com/xS4FRPgTZc— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 16, 2021 Koma ekki öllum burt Talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins segir að engar flugvélar komist nú í loftið í Kabúl vegna fólksins sem þusti út á flugbrautirnar. Fjörtíu manna starfslið sendiráðs Þýskalands í borginni var flutt til Doha í Katar í nótt. Fámennur hópur varð eftir til að skipuleggja brottflutning fólks frá Afganistan, að því er segir í frétt Reuters. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði félögum sínum í flokki Kristilegra demókrata í morgun að Þjóðverjar gætu þurft að flytja allt að tíu þúsund manns frá Afganistan, þar á meðal um 2.500 afganska bandamenn, baráttufólk fyrir mannréttindum, lögfræðinga og aðra sem gætu verið í hættu undir stjórn talibana. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, viðurkenndi í morgun að sumir þeirra um 4.000 bresku borgara sem talið er að séu í Afganistan ættu ekki eftir að komast frá landinu. Hann hafði áður sagst fullvissa um að hægt yrði að forða öllum. „Sumt fólk á ekki eftir að komast burt og við verðum að gera okkar besta í þriðju ríkjum til þess að vinna úr máæum þessa fólks,“ sagði Wallace klökkur í útvarpsviðtali í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Defence Secretary Ben Wallace breaks down admitting "some people won't get back" from Afghanistan and "it's sad that the West has done what's it's done." @NickFerrariLBC pic.twitter.com/UKMrUAQlDx— LBC (@LBC) August 16, 2021 Biden situr fastur við sinn keip Það er sagt hafa komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu hversu hratt hersveitir talibana sölsuðu undir sig Afganistan þegar alþjóðlegt herlið dró sig til baka. Talibanar hafa tekið fjölda borga, þar á meðal höfuðborgina, nánast án nokkurrar mótstöðu afganska stjórnarhersins. Bandaríkjaher hafði reiknað með mánuðir gætu liðið áður en talibanar næðu undir sig Kabúl. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti samúð sinni með afgönsku þjóðinni sem er nú í hættu í yfirlýsingu í gærkvöldi. Hann virtist þó hvergi iðrast ákvörðunar sinnar um að draga bandarískt herlið frá landinu eftir tuttugu ára hersetu. „Eitt ár í viðbót eða fimm ár í viðbót, viðvera Bandaríkjahers hefði ekki breytt neinu ef afganski herinn getur ekki eða vill ekki verja eigið land. Og endalaus viðvera Bandaríkjanna í miðju borgarastríði annars lands var ekki ásættanlegt fyrir mig,“ sagði forsetinn. Ákveðið hefur verið að senda sex þúsund manna herlið til þess að tryggja brottflutning bandarískra ríkisborgara og bandamanna Bandaríkjahers í landinu. Biden sagði að Afganar þyrftu nú að ákveða eigin framtíð en að Bandaríkin myndu styrkja þá fjárhagslega og með öðrum hætti, að sögn Washington Post. Breskir hermenn sem voru fluttir burt frá Afganistan í gær. Ringulreið hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl í gær og flugferðir stöðvast.Vísir/EPA
Afganistan Evrópusambandið Tengdar fréttir Fimm sagðir látnir á flugvellinum í Kabúl Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir. 16. ágúst 2021 07:42 Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar. 16. ágúst 2021 06:52 Ghani segist hafa yfirgefið Afganistan til að afstýra blóðbaði Ashraf Ghani, forseti Afganistan, staðfestir að hann hafi yfirgefið landið eftir innrás Talíbana í Kabúl. Hann segist hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun en kosið að flýja til að forðast áframhaldandi blóðsúthellingar. 15. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Fimm sagðir látnir á flugvellinum í Kabúl Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir. 16. ágúst 2021 07:42
Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar. 16. ágúst 2021 06:52
Ghani segist hafa yfirgefið Afganistan til að afstýra blóðbaði Ashraf Ghani, forseti Afganistan, staðfestir að hann hafi yfirgefið landið eftir innrás Talíbana í Kabúl. Hann segist hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun en kosið að flýja til að forðast áframhaldandi blóðsúthellingar. 15. ágúst 2021 19:30