Um er að ræða fallega átta herbergja eign í Bæjargili. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og mögulegt væri að hafa þau sex samkvæmt upplýsingum á Fasteignavef Vísis.
Eign Lárusar og Ásgerðar er 221,6 fermetrar og á tveimur hæðum á 495,0 fermetra gróinni og skjólsælli lóð. Ásett verð er 144.900.000.





