Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 19:50 Liðið er skipað nemendum úr verkfræðigreinum Háskólans en einnig úr raunvísindum og viðskiptafræði. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa. Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa.
Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira