Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Christopher Campbell, faðir hins unga William Cole, segir það hafa verið súrrealískt að sjá hann spila sinn fyrsta leik. Vísir/Stöð 2 Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira