Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 21:54 Rúnar Kristinsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld og KR getur enn náð Evrópusæti ef að úrslit falla með liðinu á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld. Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira