Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í öðru sæti á heimslistanum. AP/Patrick Semansky Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti. Tennis Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti.
Tennis Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira