Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í öðru sæti á heimslistanum. AP/Patrick Semansky Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti. Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira
Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti.
Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira