Heilbrigt kerfi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 08:30 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Ráðherrann veit ekkert vitlausara en að fjölga opinberu starfsfólki, þar með heilbrigðisstarfsfólki. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga ásamt misræmi á milli landssvæða, er algjört. Langir biðlistar Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengst en biðlistar voru langir fyrir. Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig lengst bæði hjá börnum og fullorðnum. Flestir bíða eftir skurðaðgerðum vegna liðskipta á mjöðmum og hnjám en einnig eru biðlistar langir eftir aðgerðum á augasteini og brennsluaðgerð á hjarta. Lífsgæði fólksins sem bíður eftir aðgerðum daprast á biðtímanum og álag á það og aðstandendur þeirra getur skapað mikla erfiðleika, bæði líkamlega og andlega. Tæplega fjögur þúsund einstaklingar bíða nú eftir þessum skurðaðgerðum og flestir hafa beðið lengi. Rúmlega eitt þúsund einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og vel á annað hundrað börn bíða eftir þjónustu á BUGL. Allir hljóta að sjá að við þetta ástand verður ekki unað. Landsbyggðirnar eru einnig í vanda. Brýnt er að bregðast við vanda heilbrigðisstofnanna á vaxtasvæðum. Fjármagn til heilbrigðisstofnanna hefur ekki fylgt í kjölfar fjölgunar. Þar skera Suðurnesin og Árborg og nágrenni sig úr. Það hefur orðið til þess að íbúar þessara svæða hafa liðið fyrir ástandið. Að bæta úr þessari stöðu þolir enga bið. Sveltistefna Það er grátlegt að einu svör núverandi ráðherra við þessu alvarlega ástandi sé að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé til heilbrigðisþjónustunnar og nú. Við blasir að nær öll viðbótin hefur farið í byggingu nýs Landspítala og aðrar fjárfestingar, launauppbætur og verðlagsbætur. Og heilbrigðisþjónustan sjálf er svelt með fjárskorti og manneklu. Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun