Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 17:01 Gregg Popovich stýrði liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum. Gregory Shamus/Getty Images Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“ Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti