Innlent

Sósíalistar og Miðflokkurinn á svipuðu róli

Kjartan Kjartansson skrifar
Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar kæmi fólki á þing ef úrslit þingkosninganna í næsta mánuði yrðu í samræmi við nýjasta þjóðarpúls Gallup.
Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar kæmi fólki á þing ef úrslit þingkosninganna í næsta mánuði yrðu í samræmi við nýjasta þjóðarpúls Gallup. Vísir/Arnar

Engar marktækar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á milli mánaða nema Sósíalistaflokksins í nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með tæplega sjö prósenta fylgi, jafnmikið og Miðflokkurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr með mestan stuðning í könnuninni sem var gerð dagana 29. júlí til 15. ágúst. Tæplega 25% segjast myndu kjósa flokkinn, liðlega 14% Vinstri græn og hátt í 13% Pírata.

Samfylkinguna kysu rúm 11%, rösklega 10% Framsóknarflokkinn og liðlega 9% Viðreisn. Sósíalistar bæta við sig einu prósentustigi á milli kannana og mælast með tæplega 7% fylgi. Flokkur fólksins mælist með liðlega 4% og Fjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,6%.

Breytingar á fylgi annarra flokka en sósíalista voru á bilinu 0,2-1,5 prósentustig sem Gallup segir ekki tölfræðilega marktækur munur.

Tæplega 58% sögðust styðja ríkisstjórnina en það er níu prósentustigum fleiri en styðja stjórnarflokkana þrjá hvern í sínu lagi samanlagt.

Rúmlega 12% þeirra sem voru spurðir í könnunni tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp. Liðlega 8% sögðust myndu skila auðu eða kjósa ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×