Lífið

„Alveg sama þó fólk sé ekki búið að tannbursta sig“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigga Dögg fer af stað með nýja þætti í dag, Allskonar kynlíf.
Sigga Dögg fer af stað með nýja þætti í dag, Allskonar kynlíf. Vísir

„Við töluðum við fólk á ótrúlega breiðu aldursbili og spurðum þau út í fyrsta skiptið þeirra og alls konar. Við fengum ótrúlega einlægar frásagnir,“ segir Sigga Dögg um viðmælendurna í nýjum þáttum sínum Allskonar kynlíf.

„Það var ótrúlega gaman að fá að tala við fólk sem var ótrúlega einlægt og opinskátt. Það er enginn dónaskapur eða perraskapur. Það var bara gleði, þetta er eitthvað sem tengir okkur sem mannfólk hvort sem við stundum þetta eða ekki.“

Sigga Dögg heimsótti brennsluna snemma í dag. Fyrsti þáttur af Allskonar kynlíf er sýndur á Stöð 2 í kvöld, en Sigga Dögg segir að þau hafi ekki getað sýnt allt sem þau tóku upp fyrir þættina vegna reglna um það sem sýna má í sjónvarpi í þáttum sem eru leyfðir fyrir alla aldurshópa. 

„Þetta er skemmtiþáttur um kynlíf, á léttu nótunum og ég vona að fólk brosi svona út í annað,“ segir Sigga Dögg. Í Brennslunni ræddi Sigga Dögg meðal annars um morgunrútínuna sína. 

„Ég vakna og vil fara í sleik,“ segir Sigga Dögg. Hún viðurkennir þó að fólk sé misspennt fyrir slíku svona snemma.

„Mér er alveg sama þó fólk sé ekki búið að tannbursta sig.“

Sigga Dögg bendir á að morgnarnir geti verið mjög góður tími fyrir kossa og kynlíf.

„Hormónalega séð og allt, að koma líkamanum af stað út í daginn.“

Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.