Ødegaard búinn að semja við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 16:31 Arsenal er í þann mund að ganga frá kaupum á Norðmanninum. Twitter/@arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er hinn 22 ára gamli Ødegaard búinn að semja við Arsenal um kaup og kjör. Þá hafa félögin náð saman og því ætti hann að verða tilkynntur sem leikmaður Arsenal innan tíðar. Norðmaðurinn getur ekki beðið eftir að komast aftur til Lundúna þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð. Paperworks completed between Arsenal and Real Madrid. The agreement for Martin Ødegaard on a permanent move has been signed, contract until June 2026. #AFCØdegaard can be considered a new Arsenal player. Here-we-gø confirmed. https://t.co/vnACQrecSp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2021 Eftir að hafa slegið í gegn í heimalandinu, þá aðeins 15 ára gamall, ákvað Ødegaard að taka gylliboði Real Madrid í janúar 2015. Þar hefur lítið gengið upp og leikmaðurinn verið lánaður til Hollands tvívegis, Real Sociedad á Spáni og loks Arsenal á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann 20 leiki, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Eins og hefur verið vel fjallað um er fjárhagsstaða Real Madrid ekki góð og félagið tilbúið að selja leikmenn sem það reiknar ekki með að verði í lykilhlutverki í vetur. Norðmaðurinn er einn af þeim. Nú virðist nær öruggt að hann verði fjórði leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til Arsenal í vetur. Hvort Arteta fjárfesti í fleiri leikmönnum verður að koma í ljós. Eftir tap gegn nýliðum Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þá bíður lærisveina Arteta ærið verkefni á sunnudag er liðið mætir Evrópumeisturum Chelsea. Mögulega mæta bæði lið með gamla nýja leikmenn til leiks, Ødegaard hjá Arsenal og Romelu Lukaku hjá Chelsea. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano er hinn 22 ára gamli Ødegaard búinn að semja við Arsenal um kaup og kjör. Þá hafa félögin náð saman og því ætti hann að verða tilkynntur sem leikmaður Arsenal innan tíðar. Norðmaðurinn getur ekki beðið eftir að komast aftur til Lundúna þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð. Paperworks completed between Arsenal and Real Madrid. The agreement for Martin Ødegaard on a permanent move has been signed, contract until June 2026. #AFCØdegaard can be considered a new Arsenal player. Here-we-gø confirmed. https://t.co/vnACQrecSp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2021 Eftir að hafa slegið í gegn í heimalandinu, þá aðeins 15 ára gamall, ákvað Ødegaard að taka gylliboði Real Madrid í janúar 2015. Þar hefur lítið gengið upp og leikmaðurinn verið lánaður til Hollands tvívegis, Real Sociedad á Spáni og loks Arsenal á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann 20 leiki, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Eins og hefur verið vel fjallað um er fjárhagsstaða Real Madrid ekki góð og félagið tilbúið að selja leikmenn sem það reiknar ekki með að verði í lykilhlutverki í vetur. Norðmaðurinn er einn af þeim. Nú virðist nær öruggt að hann verði fjórði leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til Arsenal í vetur. Hvort Arteta fjárfesti í fleiri leikmönnum verður að koma í ljós. Eftir tap gegn nýliðum Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þá bíður lærisveina Arteta ærið verkefni á sunnudag er liðið mætir Evrópumeisturum Chelsea. Mögulega mæta bæði lið með gamla nýja leikmenn til leiks, Ødegaard hjá Arsenal og Romelu Lukaku hjá Chelsea.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira