Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2021 11:18 Tómas Helgi var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum. Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum.
Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira