„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 11:40 Páll Óskar í garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi. Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Söngvarinn segir í færslu á Facebook að núverandi fjöldatakmarkanir, sem hljóða upp á að 200 manns megi koma samn, neyði hann til að fresta þrennum tónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíó 9., 10. og 11. september. Þeir verði 24.,25. og 26. mars 2022 í staðinn. Frestað í fjórða sinn Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í mars 2020 en var frestað til haustsins. Svo til mars 2021 og síðan aftur til haustsins. Nú hefur enn verið frestað og stefnt á að halda tónleikana tveimur árum á eftir áætlun. „Ég mun bara syngja úr mér hjartað fyrir þessa tónleikagesti, nýorðinn 52 ára í eigin fimmtugsafmæli og mun bara gera stólpagrín að því,“ segir Páll Óskar. Öllu alvarlegri sé sú staðreynd að 200 manna samkomubann sé einfaldlega eitthvað sem Páll og hans kollegar geti ekki lifað með. Löngu komið að þolmörkum „500 manna takmörk myndu muna miklu. Bransinn minn er löngu kominn að þolmörkum og sömuleiðis finn ég mikið hungur frá tónleikagestum og dansi-ballgestum,“ segir Páll Óskar. „Það hlýtur að vera hægt að slaka á samkomutakmörkunum á sitjandi viðburðum, krefjast grímuskyldu og bólusetningaskírteina og eða hreinlega skima tónleika- og leikhúsgesti, jafnvel ballgesti á dansiböllum. Ég er viss að bæði viðburðahaldarar sem og gestir eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að viðburðurinn megi gerast án þess að enda í tapi. 200 manna takmörkunin þýðir bara tap fyrir flesta viðburði.“ Þeir sem kjósi að fá miðana sína endurgreidda geta sent email á info (hjá) tix.is, en þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa ekki að gera neitt. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarsýn í kórónuveirufaraldrinum kom fram að hann teldi að áfram ætti að vera 200 manna samkomubann næstu misserin. Hann opnaði þó á að stærri viðburðir gætu farið fram við sérstakar aðstæður, til dæmis að gestir á viðburðum framvísuðu neikvæðu prófi.
Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26