Alvöru McKinsey II Halldór Auðar Svansson skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun