Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Klopp á hliðarlínunni um helgina. John Powell/Getty Images Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira