Viðreisn er komin til að vera Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 17:32 Ólafur Þ. Harðarson birti ágæta greiningu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að það væri mikil einföldun að kalla Viðreisn klofningsflokk úr Sjálfstæðisflokki. Þegar Viðreisn bauð fyrst fram komu rúm 30% kjósenda flokksins frá Sjálfstæðisflokki og tæp 30% úr Samfylkingu. Samtals um 60%. Restin eða um 40% kom frá öðrum flokkum, Framsóknarflokki, Pírötum og meira að segja VG eða hreinlega nýjum kjósendum. Hann bendir á að viðhorf kjósenda Viðreisnar sé mjög frábrugðin viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Viðreisnar kjósendur væru mun opnari fyrir alþjóðamálum en kjósendur Sjálfstæðisflokks. Einnig ólík sjónarmið er varðar óbeislaðan markað. Og svo get ég bætt því við að flokkarnir hafa gjörólík viðhorf í auðlindamálum, mannréttinda- og jafnréttismálum, loftslagsmálum og útlendingamálum svo fátt eitt sé nefnt. Ágreiningurinn liggur ekki bara um gjaldmiðil og ákvörðun þjóðarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Það er mikil einföldun. Eitt er víst – að miðað við fylgisaukningu Viðreisnar var þörf fyrir frjálslyndan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum. Ekki á minni vakt Fyrr í vikunni birtist viðtal við mig á Hringbraut í þætti Páls Magnússonar. Þar var ég mætt til að ræða pólitík ásamt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Það fór nokkur tími í viðtalinu um að spyrja spurninga um fortíð mína í Sjálfstæðisflokknum, hvernig mér liði með vinaslitin o.s.frv. Gott og vel. Það er eins og það er. En svo var ég spurð hvort ég teldi líklegt að Viðreisn myndi einhvern tímann sameinast Sjálfstæðisflokknum. Mér hefur greinilega fundist spurningin sérkennileg, það sérkennilega að ég taldi hana lúta að samstarfi á milli flokkanna. Og svaraði þar um að málefni okkar um Evrópusamvinnu, gengisstöðugleika, öflugt heilbrigðiskerfi og kerfisbreytingar í sjávarútvegi væru á oddinum og það væri það sem gilti. En ég myndi auðvitað aldrei útiloka neitt, þó mér þætti ansi langt í land hjá Sjálfstæðisflokknum að gangast undir þessi prinsipp okkar. Ef horft er á þáttinn er augljóst að málefnaágreiningur okkar er djúpur. En úr þessu voru samt sem áður spunnar fréttir um að ég útilokaði ekki samruna við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrirsjáanlegt? Já. Ekki síst rétt fyrir kosningar. En svo það sé alveg á hreinu þá hvarflar það hvorki að mér né öðrum sem fyrir flokkinn okkar starfa að það gerist nokkurn tímann að Viðreisn gangi til liðs við einhvern annan flokk. Ekki á minni vakt. Nærtækara hefði verið að spyrja Bjarna hvort hann hyggðist sameinast Miðflokknum. Nú eða VG eins og bent hefur verið á. Þar liggur hið sameiginlega íhaldsmengi. Hvað er Viðreisn? Það virðist vera uppáhalds samkvæmisleikur margra að skilgreina Viðreisn. Ýmist sem litla Sjálfstæðisflokkinn eða litlu Samfylkinguna. En Viðreisn er bara Viðreisn. Punktur. Þó svo að í Viðreisn séu þau allnokkur sem eiga meðal annars rætur í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki er enn fleira fólk þar innanborðs sem var pólitískt munaðarlaust fyrir stofnun flokksins. Fólk sem trúði á frjálslyndi en líka á mannréttindi og mannúð. Fólk sem trúði á alþjóðasamvinnu og á sama tíma nauðsyn þess að ráðast í breytingar á grundvallarkerfum samfélagsins til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Fólk sem þorði að búa til nýja stjórnmálahreyfingu byggða á almannahagsmunum – ekki sérhagsmunum. Fólk sem vildi vera frjálst í sinni pólitík með hugsjónina eina að vopni. Viðreisn hefur önnur og frjálslyndari áherslumál en íhaldsflokkarnir. Það er alveg á hreinu. Við tölum fyrir Evrópusamvinnu, breyttum áherslum í gjaldeyrismálum, efnahagslegum stöðugleika, jöfnun atkvæðisréttar, frjálslyndi, jafnrétti, þungavigtarbreytingum í auðlinda- og loftslagsmálum og þjónustuvæðingu heilbrigðiskerfisins, svo eitthvað sé nefnt. Ávallt með almannahagsmuni framar sérhagsmunum að leiðarljósi. Eitthvað sem er og hefur ekki verið á dagskrá hjá neinum stjórnarflokkanna. Í raun og veru stendur Viðreisn fyrir gildi sem í grundvallarmálum eru andstæð við gildi íhaldsflokkanna. Við horfum til framtíðar frekar en fortíðar. Afrekaskráin Ég hugsa að fáir flokkar í minnihluta hafi veitt ríkisstjórninni meira málefnalegt aðhald en Viðreisn. Ég er stolt af okkar verkum á kjörtímabilinu. Við vorum ekki bara á móti til að vera á móti. Höfðum dug í að styðja góð mál en veita harða mótspyrnu þegar tilefni var til. Það finnst fortíðarfólki í pólitík skrýtin nálgun. Ég er hins vegar sannfærð um að þannig sinnum við betur almannahagsmunum og áherslum kjósenda. Ég veit að kjósendur finna að það skiptir máli að Viðreisn sé á þingi. Við náðum grundvallarmálum í gegn í minnihluta. Dugir að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu (sem fæst því miður ekki fjármögnuð af íhaldsflokkunum), nýja skilgreiningu á nauðgun í hegningarlögum, mikilvægar skýrslubeiðnir um sjávarútveginn og áherslu á gegnsæi og eignahald þeirra í annarri ótengdri starfsemi. Skýrslubeiðni um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir leghálskrabbameini. Auk þessa fluttum við ótal frumvörp m.a. um að tímabindingu samninga og markaðsverð á makríl, afnám samkeppnishindrana í mjólkuriðnaði, um dreifða eignaraðild, aukið gegnsæi og skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði, um jafnt atkvæðavægi, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB, um tengingu krónunnar við Evru, um mannanafnanefnd, um sterkari refsiramma um útbreiðslu á barnaníðsefni, um starfsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, um að hætt verði að senda fólk í liðskiptaðgerðir til Svíþjóðar og jafnréttisstefnu lífeyrissjóða. Við höfum talað fyrir þjónustumiðuðu heilbrigðiskerfi, líkt og á Norðurlöndunum sem felur í sér sterkt opinbert heilbrigðiskerfi samhliða einkarekstri - og svo margt fleira. Við þurftum jafnvel nokkrum sinnum að skera ríkisstjórnarflokkanna úr snörunni eins og þegar kom að kvenfrelsisfrumvarpi um þungunarrof, þar sem að margir þingmenn og meira að segja formaður Sjálfstæðisflokks kusu á móti. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið iðinn við að fella allar þær tillögur sem við höfum lagt til í átt að frjálslyndi. Og sýnt þannig í verki að hann er fyrst og síðast íhaldsflokkur. Og svo flokkur um sérhagsmuni. Allt þetta gátum við í fjögurra manna þingflokki. Ímyndið ykkur hvað við gætum með stærri þingflokki! Hvað varðar samruna flokka þá hef ég þetta að segja; hafi flokkar áhuga á að taka upp málefnaskrá Viðreisnar um að þjóðin fái að greiða atkvæði um inngöngu að Evrópusambandinu, gengisstöðugleika, jafnrétti, réttlæti í sjávarútvegi, þjónustumiðuðu heilbrigðiskerfi, opnu samfélagi fjölbreytileikans, kerfisbreytingum, loftslagsmálum þar sem almannahagsmunir er þráðurinn, þá er þeim velkomið að ganga til liðs við Viðreisn. Við tökum vel á móti þeim.Því eitt er víst - Viðreisn er komin til að vera. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson birti ágæta greiningu á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann að það væri mikil einföldun að kalla Viðreisn klofningsflokk úr Sjálfstæðisflokki. Þegar Viðreisn bauð fyrst fram komu rúm 30% kjósenda flokksins frá Sjálfstæðisflokki og tæp 30% úr Samfylkingu. Samtals um 60%. Restin eða um 40% kom frá öðrum flokkum, Framsóknarflokki, Pírötum og meira að segja VG eða hreinlega nýjum kjósendum. Hann bendir á að viðhorf kjósenda Viðreisnar sé mjög frábrugðin viðhorfum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Viðreisnar kjósendur væru mun opnari fyrir alþjóðamálum en kjósendur Sjálfstæðisflokks. Einnig ólík sjónarmið er varðar óbeislaðan markað. Og svo get ég bætt því við að flokkarnir hafa gjörólík viðhorf í auðlindamálum, mannréttinda- og jafnréttismálum, loftslagsmálum og útlendingamálum svo fátt eitt sé nefnt. Ágreiningurinn liggur ekki bara um gjaldmiðil og ákvörðun þjóðarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Það er mikil einföldun. Eitt er víst – að miðað við fylgisaukningu Viðreisnar var þörf fyrir frjálslyndan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum. Ekki á minni vakt Fyrr í vikunni birtist viðtal við mig á Hringbraut í þætti Páls Magnússonar. Þar var ég mætt til að ræða pólitík ásamt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Það fór nokkur tími í viðtalinu um að spyrja spurninga um fortíð mína í Sjálfstæðisflokknum, hvernig mér liði með vinaslitin o.s.frv. Gott og vel. Það er eins og það er. En svo var ég spurð hvort ég teldi líklegt að Viðreisn myndi einhvern tímann sameinast Sjálfstæðisflokknum. Mér hefur greinilega fundist spurningin sérkennileg, það sérkennilega að ég taldi hana lúta að samstarfi á milli flokkanna. Og svaraði þar um að málefni okkar um Evrópusamvinnu, gengisstöðugleika, öflugt heilbrigðiskerfi og kerfisbreytingar í sjávarútvegi væru á oddinum og það væri það sem gilti. En ég myndi auðvitað aldrei útiloka neitt, þó mér þætti ansi langt í land hjá Sjálfstæðisflokknum að gangast undir þessi prinsipp okkar. Ef horft er á þáttinn er augljóst að málefnaágreiningur okkar er djúpur. En úr þessu voru samt sem áður spunnar fréttir um að ég útilokaði ekki samruna við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrirsjáanlegt? Já. Ekki síst rétt fyrir kosningar. En svo það sé alveg á hreinu þá hvarflar það hvorki að mér né öðrum sem fyrir flokkinn okkar starfa að það gerist nokkurn tímann að Viðreisn gangi til liðs við einhvern annan flokk. Ekki á minni vakt. Nærtækara hefði verið að spyrja Bjarna hvort hann hyggðist sameinast Miðflokknum. Nú eða VG eins og bent hefur verið á. Þar liggur hið sameiginlega íhaldsmengi. Hvað er Viðreisn? Það virðist vera uppáhalds samkvæmisleikur margra að skilgreina Viðreisn. Ýmist sem litla Sjálfstæðisflokkinn eða litlu Samfylkinguna. En Viðreisn er bara Viðreisn. Punktur. Þó svo að í Viðreisn séu þau allnokkur sem eiga meðal annars rætur í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki er enn fleira fólk þar innanborðs sem var pólitískt munaðarlaust fyrir stofnun flokksins. Fólk sem trúði á frjálslyndi en líka á mannréttindi og mannúð. Fólk sem trúði á alþjóðasamvinnu og á sama tíma nauðsyn þess að ráðast í breytingar á grundvallarkerfum samfélagsins til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Fólk sem þorði að búa til nýja stjórnmálahreyfingu byggða á almannahagsmunum – ekki sérhagsmunum. Fólk sem vildi vera frjálst í sinni pólitík með hugsjónina eina að vopni. Viðreisn hefur önnur og frjálslyndari áherslumál en íhaldsflokkarnir. Það er alveg á hreinu. Við tölum fyrir Evrópusamvinnu, breyttum áherslum í gjaldeyrismálum, efnahagslegum stöðugleika, jöfnun atkvæðisréttar, frjálslyndi, jafnrétti, þungavigtarbreytingum í auðlinda- og loftslagsmálum og þjónustuvæðingu heilbrigðiskerfisins, svo eitthvað sé nefnt. Ávallt með almannahagsmuni framar sérhagsmunum að leiðarljósi. Eitthvað sem er og hefur ekki verið á dagskrá hjá neinum stjórnarflokkanna. Í raun og veru stendur Viðreisn fyrir gildi sem í grundvallarmálum eru andstæð við gildi íhaldsflokkanna. Við horfum til framtíðar frekar en fortíðar. Afrekaskráin Ég hugsa að fáir flokkar í minnihluta hafi veitt ríkisstjórninni meira málefnalegt aðhald en Viðreisn. Ég er stolt af okkar verkum á kjörtímabilinu. Við vorum ekki bara á móti til að vera á móti. Höfðum dug í að styðja góð mál en veita harða mótspyrnu þegar tilefni var til. Það finnst fortíðarfólki í pólitík skrýtin nálgun. Ég er hins vegar sannfærð um að þannig sinnum við betur almannahagsmunum og áherslum kjósenda. Ég veit að kjósendur finna að það skiptir máli að Viðreisn sé á þingi. Við náðum grundvallarmálum í gegn í minnihluta. Dugir að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu (sem fæst því miður ekki fjármögnuð af íhaldsflokkunum), nýja skilgreiningu á nauðgun í hegningarlögum, mikilvægar skýrslubeiðnir um sjávarútveginn og áherslu á gegnsæi og eignahald þeirra í annarri ótengdri starfsemi. Skýrslubeiðni um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir leghálskrabbameini. Auk þessa fluttum við ótal frumvörp m.a. um að tímabindingu samninga og markaðsverð á makríl, afnám samkeppnishindrana í mjólkuriðnaði, um dreifða eignaraðild, aukið gegnsæi og skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði, um jafnt atkvæðavægi, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB, um tengingu krónunnar við Evru, um mannanafnanefnd, um sterkari refsiramma um útbreiðslu á barnaníðsefni, um starfsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, um að hætt verði að senda fólk í liðskiptaðgerðir til Svíþjóðar og jafnréttisstefnu lífeyrissjóða. Við höfum talað fyrir þjónustumiðuðu heilbrigðiskerfi, líkt og á Norðurlöndunum sem felur í sér sterkt opinbert heilbrigðiskerfi samhliða einkarekstri - og svo margt fleira. Við þurftum jafnvel nokkrum sinnum að skera ríkisstjórnarflokkanna úr snörunni eins og þegar kom að kvenfrelsisfrumvarpi um þungunarrof, þar sem að margir þingmenn og meira að segja formaður Sjálfstæðisflokks kusu á móti. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið iðinn við að fella allar þær tillögur sem við höfum lagt til í átt að frjálslyndi. Og sýnt þannig í verki að hann er fyrst og síðast íhaldsflokkur. Og svo flokkur um sérhagsmuni. Allt þetta gátum við í fjögurra manna þingflokki. Ímyndið ykkur hvað við gætum með stærri þingflokki! Hvað varðar samruna flokka þá hef ég þetta að segja; hafi flokkar áhuga á að taka upp málefnaskrá Viðreisnar um að þjóðin fái að greiða atkvæði um inngöngu að Evrópusambandinu, gengisstöðugleika, jafnrétti, réttlæti í sjávarútvegi, þjónustumiðuðu heilbrigðiskerfi, opnu samfélagi fjölbreytileikans, kerfisbreytingum, loftslagsmálum þar sem almannahagsmunir er þráðurinn, þá er þeim velkomið að ganga til liðs við Viðreisn. Við tökum vel á móti þeim.Því eitt er víst - Viðreisn er komin til að vera. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar