Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun