Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:44 Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári. Hjálpræðisherinn Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17