Íslenski boltinn

Leik Breiðabliks og KA seinkað um tvo tíma

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar fá KA-menn í heimsókn seinna en áætlað var.
Blikar fá KA-menn í heimsókn seinna en áætlað var. Vísir/Hulda Margrét

Leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið frestað til klukkan 18:00 í kvöld. Liðin mætast á Kópavogsvelli.

KA-menn fljúga suður í leikinn en eitthvað vandamál var á vél þeirra og frestaðist því brottförin til Reykjavíkur. Þar af leiðandi frestast leikurinn einnig.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 16:15 en hefur nú verið færður til 18:00.

Leikur liðanna er mikilvægur í toppbaráttunni. Breiðablik er með 32 stig í þriðja sæti en KA með 30 stig í því fjórða. Blikar komast upp fyrir Víking í annað sætið, stigi frá toppliði Vals, með sigri en KA fer upp fyrir Víkinga á markatölu með sigri.

Pepsi Max Stúkan, sem hitar upp fyrir leikinn, færist því einnig og verður á dagskrá klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport. Farið verður svo yfir leiki dagsins að leik Breiðabliks og KA loknum klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×