„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 13:15 Jónatan Ingi Jónsson átti stórleik í gær. Vísir/Hulda Margrét Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29