„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 13:15 Jónatan Ingi Jónsson átti stórleik í gær. Vísir/Hulda Margrét Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Jónatan Ingi fór mikinn í leik gærdagsins þar sem hann skoraði þrjú marka FH og lagði hin tvö upp fyrir Baldur Loga Guðlaugsson og Oliver Heiðarsson. Baldur lék með FH síðasta sumar og þekkir því til Jónatans frá þeim tíma. Hann segir fólk hafa kallað eftir meira framlagi frá kantmanninum sem sannarlega skilaði slíku í gær. „Þetta er það sem við, og margir aðrir, hafa verið að kalla eftir frá Jónatan. Ég hef nú æft með honum og hann er ótrúlegt hæfileikabúnt og einstakur leikmaður, í því hvernig hann hreyfir sig og hvernig þyngdarpunkt hann er með og tæknin,“ segir Baldur. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um Jónatan „Þess vegna setjum við kröfunar á hann að hann búi til og skapi; þá erum við að tala um mörk og stoðsendingar. Hann gerði það svo sannarlega í dag með þrjú mörk og tvær stoðsendingar,“ „Við gerum kannski ekki kröfu á það í hverjum leik en þetta er það sem leikmaður eins og Jónatan þarf að gera. Við þurfum að sjá frá honum að hann sé með fullt af stoðsendingum og eitthvað af mörkum. Þá held ég að allir verði sáttir.“ segir Baldur jafnframt. Umræðu Baldurs og Kjartans Atla Kjartanssonar um Jónatan úr Pepsi Max Stúkunni í gær má sjá að ofan. Að neðan má sjá öll mörkin úr leik Keflavíkur og FH. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur og Valur mætast í toppslag í Víkinni klukkan 19:15 sem mun hafa mikið að segja um titilbaráttuna í haust. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir „Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
„Fannst ég oft geta gert betur“ Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. 21. ágúst 2021 17:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 18:29