Grátleg byrjun hjá Sveini Aroni í Íslendingaslag - tap hjá Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 15:20 Sveinn Aron og félagar misstu niður tveggja marka forskot í uppbótartíma gegn Jóni Guðna og félögum. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Hammarby og Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Halmstad. Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby. Sænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby.
Sænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira