Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:12 Hús sem skemmdist í flóðunum. Það stendur skammt frá læk nokkrum sem breyttist í stórfljót í rigningunum. ap/Mark Humphrey Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira