Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 23:45 Sigurður Ingi fór í hraðpróf fyrir veislu í gær og ber því fyrirkomulagi vel söguna. facebook/sigurður ingi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. „Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
„Það voru allir 50 til 60 gestir með neikvætt svar og voru mjög jákvæðir með það,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Gestgjafinn bókaði prófin frá einkaaðila sem býður upp á slíka þjónustu á Íslandi. „Þarna fer maður bara í test sem er öruggt og tekið af fagmanneskju. Svo fór maður bara niður og varð að bíða í eitthvað korter eftir niðurstöðunni og fékk svo að fara inn í salinn,“ segir Sigurður Ingi. „Og fyrir vikið voru allir mun öruggari. Maður veit að maður er ekki að smita aðra og að þeir eru í sömu sporum. Það er ákveðið öryggi sem felst í því.“ Hann segir að hraðprófið hafi ekki farið alveg eins langt upp í nef og PCR-prófið og þá hafi ekki þurft að taka sýni úr kokinu heldur úr báðum nösum. Bæði Sigurður Ingi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafa greint frá því að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að létta á bæði samkomutakmörkunum og jafnvel sóttkvíarreglum og gætu hraðprófin hjálpað í þeim efnum. Sjálfspróf hentug fyrir viðkvæmar stofnanir Sigurður Ingi nefnir einnig sjálfspróf sem eru víða í notkun erlendis. Hann sér jafnvel fyrir sér að ríkið gæti dreift slíkum prófum á heimili landsins en slíkt tíðkast í einhverjum Evrópulöndum, til dæmis í Austurríki. Hann segir hraðprófin eðlilega dýrari en sjálfsprófin enda haldi fagaðilar utan um þau. „Í nokkrum löndum hefur ríkisvaldið dreift þessum sjálfsprófum.“ Kemur til greina að gera slíkt hér á landi? „Mér finnst allt koma til greina sem virkar til tempra smitfjöldann og halda eðlilegu samfélagi gangandi. Því hitt er mjög dýrt, að vera með mjög íþyngjandi takmarkanir á samfélaginu og vera með svo mikið álag á spítalanum.“ Það er samt galli á sjálfsprófunum: „Vandinn við þau er að þau eru ekki með svona skráningu eins og til dæmis hraðprófið sem ég var í í gær. Því ef einhver hefði greinst þar hefði það verið skráð og hann þurft að fara í PCR-próf. En í svona sjálfsprófum er það auðvitað undir þér komið að gera það. Hluti af því er að við þurfum að bera meiri ábyrgð á þessu sjálf.“ Hann sér þó fyrir sér hvar sjálfsprófin geta verið gagnleg: „Við getum klárlega verið að beita þessum prófum á viðkvæmum stofnunum; þegar fólk væri að koma inn á spítala, í heimsókn á hjúkrunarheimili eða jafnvel í skólum í byrjun vikunnar. Og svo er klárlega hægt að nota þetta á stærri samkomum ef við verðum með fjöldatakmarkanir til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Hraðpróf tekin í notkun hér á landi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. 23. júní 2021 09:40