Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Blair fór ófögrum orðum um ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan. epa/Vickie Flores Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni. Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni.
Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira