Líst ekki vel á sjálfsprófin Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir segir stöðuna á Landspítalanum vera alvarlega fyrir margra hluta sakir. Ekki megi tala þessa veiru niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. „Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira