Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2021 10:30 Stór hluti þjóðarinnar hefur farið í sýnatöku vegna Covid-19, hvort sem er á Suðurlandsbraut í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Vísir/RagnarV Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira