Lífið

Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá hjónin í auglýsingaherferðinni. Beyoncé ber hér Tiffany demantinn um hálsinn.
Hér má sjá hjónin í auglýsingaherferðinni. Beyoncé ber hér Tiffany demantinn um hálsinn. skjáskot/Instagram

Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z.

Demanturinn fannst í Suður-Afríku árið 1877. Síðan þá hafa stjörnur á borð við Audrey Hepburn og Lady Gaga borið demantinn.

Samkvæmt yfirlýsingu frá skartgripaversluninni er þetta fyrsta skiptið sem demanturinn er myndaður fyrir auglýsingaherferð á vegum verslunarinnar. Auglýsingaherferðin ber titilinn About Love en að sögn Tiffany er ástarsaga Jay-Z og Beyoncé hin fullkomna nútíma ástarsaga.

Auk þess að sitja fyrir í ljósmyndaherferðinni hafa Beyoncé og Jay-Z líka tekið upp myndbandsauglýsingu en undir henni verður ný útgáfa Beyoncé af laginu „Moon River“ sem varð frægt í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany‘s frá árinu 1961.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×